Borgarbókasafnið Kléberg: Pappírsblómasmiðja
Borgarbókasafnið Kléberg: Pappírsblómasmiðja
Búum til fallega Garðasól
Fimmtudagur 26. september 2024
Hið dásamlega íslenska sumar með öllum sínum litbrigðum og miðnætursól var Catherine innblástur þegar hún valdi íslensku Garðasólina fyrir þessa smiðju. Þátttakendur fá leiðsögn í tækninni sem snýr að gerð pappírsblóma; hvernig hægt er að móta þau sem best svo þau endurspegli lifandi blómin.
Catherine Oxley er kanadíska listakonan á bak við BOUQ Paper Flowers og býr yfir rúmlega 25 ára reynslu í tísku-, sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Fjallað hefur verið um verk hennar í vinsælasta morgunsjónvarpsþætti Kanada, City TV’s Cityline og tímaritum eins og La Botanica (NY Milan), Food & Drink, Wedding Bells og Today’s Bride.
Smiðjan mun fara fram á ensku og er ókeypis en skráning er nauðsynleg og hefst 15. september hér að neðan.
Allt efni er innifalið.
Unnið verður með ítalskan gæða kreppappír frá Carte Fini en þátttakendur eru beðnir um að taka með sér beitt skæri. Takmarkað magn af skærum verður til sölu á staðnum.
Viðburður á heimasíðu Borgarbókasafnsins: https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/fullbokad-pappirsblomasmidja-buum-til-gardasol
Viðburðurinn á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
María Þórðardóttir, sérfræðingur
ulfarsa@borgarbokasafn.is