BOUQ Listamiðja: Hansarósin - Grasagarður Reykjavíkur
Laugardaginn 25. mars @ 10:00 - 13:00 eða
Þriðjudaginn 28. mars @ 17:00 - 20:00
Grasagarður Reykjavíkur (Laugatunga)
Skráning kostar $118.00 CAD (u.þ.b. 12.000 ISK)
* Hámark 12 þátttakendur
**Námskeiðið verður haldið á ensku
Kaupa Miða
BOUQ Listamiðja: Hansarósin
Búðu til fallega hansarós úr kreppappír. Það er í góðu lagi að hafa aldrei búið til pappírsblóm áður!
Á þessum árstíma kalla Íslendinga veðrið "gluggaveður". Það er fallegt um að litast úti en um leið og þú kemur út nístir kuldinn inn að beini. Já, það er betra að njóta veðursins út um gluggann! Sólríkir dagar marsmánaðar gefa fyrirheit um að vorið sé handan við hornið og að nú styttist í að eldfjallalandið verði aftur grænt.
Catherine Oxley, listakonan á bakvið BOUQ Paper Flowers, er spennt að halda sína fyrstu listasmiðju á Íslandi, í hinum friðsæla Grasagarði Reykjavíkur. Catherine ætlar að kenna þér að búa til hansarós úr kreppupappír á þremur klukkustundum. Fínleg smáatriði blómsins verða endursköpuð allt frá flæðandi krónublöðum að þyrnilögðum stöngli og svo ferðu heim með blómið í lok smiðjunnar.
Hansarósin ('Rosa rugosa') var valin sem þau smiðjunnar vegna sérstakra þýðingar hennar fyrir listamanninn. Í fyrstu heimsókn sinni til Íslands heillaðist Catherine af notkun rósarinnar í borgarumhverfinu. Til að ná öllum smáum hlutum var rósin ljósmynduð bak og fyrir rannsókna og skrásetningar svo hægt væri að endurskapa hana úr pappír síðar. Loksins mun rósin lifna við á pappír!
Allt efni er innfalið í listasmiðjunni. Með því að nota úrvalspappír frá Carte Fini ætlar Catherine að leiðbeina þér í gegnum ferlið við að búa til raunsæja mynd af þessari glæsilegu rós, blóm sem þú getur notið um ókomin ár.
Boðið verður upp á léttar veitingar í listasmiðjunni.
Eins og áður sagði er allt efni innfalið en þátttakendur eru beðnir um að koma með beitt skæri með sér . Takmarkaður fjöldi skæra verður þó til sölu á stöðum. Engin fyrri reynsla af sblómagerð er nauðsynleg.
Laugardaginn 25. mars @ 10:00 - 13:00 eða
Þriðjudaginn 28. mars @ 17:00 - 20:00
Grasagarður Reykjavíkur (Laugatunga)
Skráning kostar $118.00 CAD (u.þ.b. 12.000 ISK)
* Hámark 12 þátttakendur
**Námskeiðið verður haldið á ensku
Kaupa Miða
ALGENGAR SPURNINGAR
Hverju má búast við í listasmiðjunni?
Í þessari þriggja tíma listasmiðju lærir þú að búa til hansarós úr kreppappír. Þetta verður skemmtilegt og gagnvirk upplifun þar sem við getum öll spjallað og spurt spurninga á meðan við vinnum. Ég hlakka til að hitta ykkur öllsömul!
Hvað á ég að koma með?
Taktu beitt skæri með þér í listasmiðjuna. Það verður hægt að kaupa skæri á staðnum fyrir 40 CAD (rúmlega 4.000 ISK), Skærin eru frá vörumerki sem ég nota ekki í alla mína listsköpun. Allt efni er innfalið í annað þátttökugjaldinu auk efnis til að búa til annað blóm heima.
Get ég fengið endurgreitt ef ég kemst ekki á listasmiðjuna af einhverjum aðstæðum?
Því miður er ekki hægt að fá endurgreitt eftir skráningu. Ef þú forfallast af einhverjum aðstæðum geturðu auðvitað gefið fjölskyldumeðlimi eða vini plássið þitt í listasmiðjunni.